14.10.2013 | 15:07
Sigur hjá Sviss gæti fært þá í efsta styrkleikaflokk
Það er ekki alveg svo að leikurinn við Slóvena skipti Svisslendinga engu máli. Þeir eru vissulega komnir áfram í lokakeppnina, en ef þeir vinna leikinn er nokkuð líklegt að þeir komist í efsta styrkleikaflokk fyrir riðladráttainn í lokakeppninni, sem myndi þýða að þeir geta ekki dregist gegn hinum liðunum í efsta flokki.
Það eru aðeins Spánn, Argentína, Þýskaland og Brasilía sem eru örugg með að verða í þeim hópi. Sigur í leiknum gæti fært Sviss í hann og það er því að einhverju að keppa fyrir þá. Úrslit í leikjunum hjá Ítalíu, Kolumbíu og Uruguay skipta þó máli varðandi þetta.
![]() |
Staðan í Sviss skiptir miklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2013 | 19:08
Með ólíkindum
Hvers vegna að hækka sóknargjöld þegar er verið að hækka álögur á þá sem eru veikir? Af hverju er ekki skorið niður hjá þessari tilgangslausu stofnun og það húsnæði sem hún hefur lagt undir einhverja nytsama starfsemi?
Það væri miklu frekar að breyta sóknargjöldum í almenna skatta sem yrðu eyrnamerktir til löggæslu og heilbrigðismála.
![]() |
Framlög til þjóðkirkjunnar hækkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)