Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Sigur hjá Sviss gæti fært þá í efsta styrkleikaflokk

Það er ekki alveg svo að leikurinn við Slóvena skipti Svisslendinga engu máli. Þeir eru vissulega komnir áfram í lokakeppnina, en ef þeir vinna leikinn er nokkuð líklegt að þeir komist í efsta styrkleikaflokk fyrir riðladráttainn í lokakeppninni, sem myndi þýða að þeir geta ekki dregist gegn hinum liðunum í efsta flokki.

Það eru aðeins Spánn, Argentína, Þýskaland og Brasilía sem eru örugg með að verða í þeim hópi. Sigur í leiknum gæti fært Sviss í hann og það er því að einhverju að keppa fyrir þá. Úrslit í leikjunum hjá Ítalíu, Kolumbíu og Uruguay skipta þó máli varðandi þetta.


mbl.is Staðan í Sviss skiptir miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband