Útsölur misnotaðar

Það er því miður vel þekkt að hugtök eins og "útsala", "tilboð", "lækkað verð" og svo framvegis hafa verið misnotuð herfilega í gegnum tíðina. Tvö fyrirtæki í Reykjavík sem selja útvistarfatnað hafa árum saman verið með auglýsingar í gluggum sínum þar sem auglýstar eru tilboðsvörur á lækkuðu verði. Jafnvegl hefur önnur þeirra gengið svo langt að hafa uppi skilti mánuðum saman sem á stendur "aðeins í dag"!

Því miður eru neytendur oft illa á verði vegna þessa og láta glepjast. Sem betur fer gerist það stundum, en það má líka stundum ætla að samkeppnisaðilarnir veki athygli á þessu til að koma höggi á samkeppnina frekar en neytindur sjálfir, þótt það sé líklega ekki í þessu tilviki.

 Það ríkja í raun nokkuð skýrar reglur um útsölur og þær er að finna í reglugerð nr. 366/2008 og er hér á þessum hlekk:

http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=ed8d1e57-2b75-4017-902e-81a504545506

Þarna kemur meðal annars fram að ef vara hefur verið á útsölu í sex vikur samfleytt, telst útsöluverðið hið rétta verð og óheimilt að auglýsa það lengur sem útsölu eða lækkað verð. 


mbl.is Neytendastofa kannar Bauhaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband