26.8.2013 | 11:00
Spari landbúnaður?
sparar hmmm...
- Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu kr. 4.698.000.000
- Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu kr. 6.340.000.000
- Greiðslur vegna grænmetisframleiðslu kr 527.000.000
- Bændasamtök Íslands kr. 425.100.000
- Búnaðarsjóður kr. 470.000.000
- Framleiðnisjóður landbúnaðarins kr. 44.200.000
- Verðmiðlun landbúnaðarvara kr. 405.000.000
- Rannsóknir í þágu landbúnaðar kr. 161.100.000
- Fóðursjóður kr. 1.400.000.000
Samtals eru þetta tæplega 15 þúsund milljónir króna sem renna beint til lanbúnaðarins úr ríkissjóði á þessu ári. Er þá ótalinn sá kostnaður sem fellur á heimili landsins vegna hins háa matvælaverðs sem af stærstum hluta stafar af óhagkvæmni í framleiðslu á landbúnaðarvörum og milljarðahækkunar á hústnæðisskuldum heimilanna vegna verðhækkana á landbúnaðarafurðum. Til samanburðar má geta þess að tekjur ríkissjóðs af fjármagnstekjuskatti á einstaklinga eru um 17 milljarðar.
Tölurnar eru tekina úr fjárlögum ársins 2013. Lítill niðurskurður þarna enda hafa þessi útgjöld hækkað á hverju ári frá hruni. Ég sé ekki alveg sparnaðinn í landbúnaðinum eins og hann er rekinn núna.
![]() |
Landbúnaður sparar og skapar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)