14.8.2013 | 12:12
Útsölur misnotaðar
Það er því miður vel þekkt að hugtök eins og "útsala", "tilboð", "lækkað verð" og svo framvegis hafa verið misnotuð herfilega í gegnum tíðina. Tvö fyrirtæki í Reykjavík sem selja útvistarfatnað hafa árum saman verið með auglýsingar í gluggum sínum þar sem auglýstar eru tilboðsvörur á lækkuðu verði. Jafnvegl hefur önnur þeirra gengið svo langt að hafa uppi skilti mánuðum saman sem á stendur "aðeins í dag"!
Því miður eru neytendur oft illa á verði vegna þessa og láta glepjast. Sem betur fer gerist það stundum, en það má líka stundum ætla að samkeppnisaðilarnir veki athygli á þessu til að koma höggi á samkeppnina frekar en neytindur sjálfir, þótt það sé líklega ekki í þessu tilviki.
Það ríkja í raun nokkuð skýrar reglur um útsölur og þær er að finna í reglugerð nr. 366/2008 og er hér á þessum hlekk:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=ed8d1e57-2b75-4017-902e-81a504545506
Þarna kemur meðal annars fram að ef vara hefur verið á útsölu í sex vikur samfleytt, telst útsöluverðið hið rétta verð og óheimilt að auglýsa það lengur sem útsölu eða lækkað verð.
Neytendastofa kannar Bauhaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú skilur ekki.
Garðáhaldaskúrinn sem um ræðir fer víst á útsölu mánaðarlega, alltaf á nýju verði í hvert sinn. Listaverðið hefur hinsvegar staðið í stað undanfarin tvö ár.
Aftur á móti þá mælist hvorki meira né minna en 790% verðbólga í sjálfu útsöluverðinu. Engum sögum fer af því hvort einn einasti maður hafi nokkurntíma keypt skúrinn á listaverðinu, en það er ljóst að þá hefur hann verið hlunnfarinn.
Það sem er sennilega merkilegasta fréttin í þessu en er samt ósögð, er að svo virðist sem geymsluskúrar fyrir garðáhöld séu skyndilega orðin álitleg áhættufjárfesting spákupamanna, með alveg 790% raunávöxtun og læti... :)
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2013 kl. 13:24
Sæll og takk fyrir ábendinguna. Ég þekki ekki þetta mál sérstaklega enda hef ég ekki kynnt mér það, heldur er bara að tala svona almennt.
Hvort einhver hefur einhverntímann keypt skúrinn liggur ekki ljóst fyrir, en það má gera ráð fyrir því að það sé einhver markaður fyrir hann úr því verðið er svona breytilegt og því augljóslega tækifæri fyrir spákaupmenn. ;)
Halldór Þormar Halldórsson, 14.8.2013 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.