Réttarríkið virkar

Dómur Hæstaréttar staðfestir einmitt það sem fjárglæframaðurinn segir í yfirlýsingunni, að borgararnir eigi að búa við réttaröryggi. Dómurinn stðfestir að svo sé. Saksóknari og dómstólarnir hafa í þessu máli verið beittir gríðarlegum þrýstingi með fargi gífurlegra fjármuna sem ákærðu ráða yfir. Allskyns málbullur hafa verið keyptar til þess að draga trúverðugleika ákæruvaldsins og dómstóla í efa án árangurs. Við borgarar landsins eigum skjól í réttarríkinu að nokkru fyrir yfirgangi fjárglæframanna eins og Ólafs Ólafssonar. Honum finnst hann auðvitað ekki hafa gert neitt rangt, enda var hann bara að bjarga peningunum sínum og í huga hans er líkast til ekki hægt að fara neina ranga leið að því. 


mbl.is Ólafur Ólafsson: „Ég er saklaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Rétt segir þú, Halldór. Hamingjunni sé lof, að þjóðin - (dómarar, saksóknarar o.fl.), - eru að vakna. Mér finnst að almenningur eigi að þakka dómurunum (og fleirum), fyrir að standa sig og hvika hvergi undan þrýstingi þeirra afla, sem ómaklega náðu undir sig "100 ára uppsöfnuðu sparifé þjóðarinnar",- sparifé sem menn töldu, (í drengskap sínum og trúfestu), að væri óhult og vel geymt í hinum ýmsu sjóðum, sparisjóðum, bönkum, tryggingafélögum og lífeyrissjóðum.

Mér finnst að almenningur eigi að standa einhuga með þeim mönnum sem vilja, augljóslega, snúa réttvísinni í átt til þess að koma á betra og virkara réttlæti í þjóðfélaginu; - standa með þeim mönnum sem vinna að því að ná til baka því fé, sem ólöglega var að mönnum tekið.

Tryggvi Helgason, 14.2.2015 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband