Níutíu ár og loksins gagnsemi

Jólaskapið var komið á fullt svíng og ég var farinn að syngja með auglýsingunum eins "Ingvar Helgason er á Sævarhöfða tvö. sævarhöfða tvö..." En svo fór snjórinn sem ég var búinn að monta mig svo af. Þessvegna verður maður að reyna að finna eitthvað annað til að vekja jólaskapið að nýju. Eins og til dæmis að leita að jólasveinum.

Nýlega kom jólasveinaglaðningur í húsin hér í bæ frá Framsóknarfélögunum í nýsameinuðu sveitarfélagi okkar Fjallbyggðinga. Tilefnið var 90 ára afmæli flokksins og blaðið var auðvitað helgað jólunum með smá pólitísku ívafi.  Það var einn hluti blaðsins helgaður því að tala við "fólk á götunni" um jólaundirbúninginn. Af einhverri stórkostlegri tilviljun tókst að rekast á alla 13 jólasveinana sem ælta að kjósa flokkinn í næstu kosningum. Að vísu var engin mynd af Jóni og Valgerði svo Grýlu og Leppalúða vantaði.

Ég leit í gegnum snepilinn eins og jafnan með pólitísk blöð og setti hann ekki í ruslið strax en var alltaf að rekast á hann aftur og aftur. Þegar ég var að skrifa jólakortin í fyrrakvöld (já ég veit hvað er stutt til jóla) þá tókst mér enn að rekast á kvikindið þegar ég leitaði að einhverju til að hafa undir kortunum á meðan ég skrifaði. Ég fann þá til mikillar ánægju að snepillinn var ágætur til þessa brúks og loksins hafði maður eitthvað gagn af Framsóknarflokknum sem er meira en þjóðin getur sagt undanfarin 90 ár. En þegar ég fór með kortin á pósthúsið (já þau eru lögð af stað) þá fattaði ég allt í einu að það hefur líklega verið einhver framsóknarkeimur af jólakveðjunum í ár0 Vonandi þó ekki eins sterkur og af skötunni á Þorlák. 0

Ég hefði átt að grobba mig meira af jólasnjónum hérna sem er nú farinn og við hafa tekið blautar dimmar götur og hlýr sunnanvindur sem lífgar ekki jólaskapið við.

 Annars hef ég verið að blogga á slóðinni www.blog.central.is/kinablogg


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband