14.2.2015 | 15:36
Réttarríkið virkar
Dómur Hæstaréttar staðfestir einmitt það sem fjárglæframaðurinn segir í yfirlýsingunni, að borgararnir eigi að búa við réttaröryggi. Dómurinn stðfestir að svo sé. Saksóknari og dómstólarnir hafa í þessu máli verið beittir gríðarlegum þrýstingi með fargi gífurlegra fjármuna sem ákærðu ráða yfir. Allskyns málbullur hafa verið keyptar til þess að draga trúverðugleika ákæruvaldsins og dómstóla í efa án árangurs. Við borgarar landsins eigum skjól í réttarríkinu að nokkru fyrir yfirgangi fjárglæframanna eins og Ólafs Ólafssonar. Honum finnst hann auðvitað ekki hafa gert neitt rangt, enda var hann bara að bjarga peningunum sínum og í huga hans er líkast til ekki hægt að fara neina ranga leið að því.
![]() |
Ólafur Ólafsson: Ég er saklaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2015 | 15:22
En sagði hann upp sjálfur?
Engin þörf á þessum starfslokasamningi ef maðurinn óskaði sjálfur eftir að hætta, enda vaknar spurning um það hvort það hafi raunverulega verið þannig. Íbúar Fjallabyggðar hefðu svo sannarlega getað notað féð til annarra hluta og einng það fé sem fer í að greiða laun næsta bæjarstjóra. Tvær verstu ákvarðanir sem bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur tekið.
![]() |
Fær 11,6 milljónir í starfslokasamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2015 | 08:45
Hlutirnir eru ekki alltaf einfaldir
Meirihluti landsmanna vill heldur ekki ríkisstjórnina eins og staðfest hefur verið í skoðanakönnunun nánast hvað eftir annað.......en hún er samt þarna enn....
![]() |
Meirihluti vill ekki í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)