Færsluflokkur: Bloggar

Spari landbúnaður?

sparar hmmm...

 

  •  Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu kr. 4.698.000.000
  •  Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu kr. 6.340.000.000
  •  Greiðslur vegna grænmetisframleiðslu kr     527.000.000
  •  Bændasamtök Íslands kr.    425.100.000
  •  Búnaðarsjóður  kr.    470.000.000
  •  Framleiðnisjóður landbúnaðarins kr.      44.200.000
  •  Verðmiðlun landbúnaðarvara kr.    405.000.000
  •  Rannsóknir í þágu landbúnaðar kr.    161.100.000
  •  Fóðursjóður kr. 1.400.000.000

 

Samtals eru þetta tæplega 15 þúsund milljónir króna sem renna beint til lanbúnaðarins úr ríkissjóði á þessu ári. Er þá ótalinn sá kostnaður sem fellur á heimili landsins vegna hins háa matvælaverðs sem af stærstum hluta stafar af óhagkvæmni í framleiðslu á landbúnaðarvörum og milljarðahækkunar á hústnæðisskuldum heimilanna vegna verðhækkana á landbúnaðarafurðum.  Til samanburðar má geta þess að tekjur ríkissjóðs af fjármagnstekjuskatti á einstaklinga eru um 17 milljarðar. 

Tölurnar eru tekina úr fjárlögum ársins 2013. Lítill niðurskurður þarna enda hafa þessi útgjöld hækkað á hverju ári frá hruni. Ég sé ekki alveg sparnaðinn í landbúnaðinum eins og hann er rekinn núna.


mbl.is Landbúnaður sparar og skapar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brak og brestir

Ótrúlegar myndir, en reyndar er kannski vafasamt að segja að stíflan hafi brostið, því það sem gerðist er að sjálfvirkar lokur hleypa út vatni þegar það hefur náð ákveðinni hæð. Vatni er tappað af stíflunni reglulega og það er auglýst áður til þess að draga að ferðamenn, enda næsta tilkomumikil sjón :)
mbl.is Flóðgáttir opnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsölur misnotaðar

Það er því miður vel þekkt að hugtök eins og "útsala", "tilboð", "lækkað verð" og svo framvegis hafa verið misnotuð herfilega í gegnum tíðina. Tvö fyrirtæki í Reykjavík sem selja útvistarfatnað hafa árum saman verið með auglýsingar í gluggum sínum þar sem auglýstar eru tilboðsvörur á lækkuðu verði. Jafnvegl hefur önnur þeirra gengið svo langt að hafa uppi skilti mánuðum saman sem á stendur "aðeins í dag"!

Því miður eru neytendur oft illa á verði vegna þessa og láta glepjast. Sem betur fer gerist það stundum, en það má líka stundum ætla að samkeppnisaðilarnir veki athygli á þessu til að koma höggi á samkeppnina frekar en neytindur sjálfir, þótt það sé líklega ekki í þessu tilviki.

 Það ríkja í raun nokkuð skýrar reglur um útsölur og þær er að finna í reglugerð nr. 366/2008 og er hér á þessum hlekk:

http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=ed8d1e57-2b75-4017-902e-81a504545506

Þarna kemur meðal annars fram að ef vara hefur verið á útsölu í sex vikur samfleytt, telst útsöluverðið hið rétta verð og óheimilt að auglýsa það lengur sem útsölu eða lækkað verð. 


mbl.is Neytendastofa kannar Bauhaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegt fréttamat

Það er nokkuð undarlegt að stilla þessu upp þannig að þessi tvo lið eigi alla leikmennina og segja að það hafði verið saga til næsta bæjar að uppistaða spænska liðsins kæmi frá ensku liði en ekki Real Madrid.

Það má benda á í þessu sambandi að Reina, Arbeloa og Riera hafa hafa nú verið eru ekki fastamenn í liðinu og því varla uppistaða liðsins. Alonso hefur verið að koma inná sem varamaður. Það má nefna líka að smáliðið Villareal á tvo leikmenn í hópnum sem verið fastamenn meira og minna.

Þessi frétt segir aðallega hversu mikið Real Madrid byggja á erlendum leikmönnum og t.d. eru sex Hollendingar hið minnsta á mála hjá Madridingum. Breytingin á Madridarliðinu er eiginlega hin raunverulega frétt í þessu.


mbl.is Liverpool og Barcelona gegn landsliði Englands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Níutíu ár og loksins gagnsemi

Jólaskapið var komið á fullt svíng og ég var farinn að syngja með auglýsingunum eins "Ingvar Helgason er á Sævarhöfða tvö. sævarhöfða tvö..." En svo fór snjórinn sem ég var búinn að monta mig svo af. Þessvegna verður maður að reyna að finna eitthvað annað til að vekja jólaskapið að nýju. Eins og til dæmis að leita að jólasveinum.

Nýlega kom jólasveinaglaðningur í húsin hér í bæ frá Framsóknarfélögunum í nýsameinuðu sveitarfélagi okkar Fjallbyggðinga. Tilefnið var 90 ára afmæli flokksins og blaðið var auðvitað helgað jólunum með smá pólitísku ívafi.  Það var einn hluti blaðsins helgaður því að tala við "fólk á götunni" um jólaundirbúninginn. Af einhverri stórkostlegri tilviljun tókst að rekast á alla 13 jólasveinana sem ælta að kjósa flokkinn í næstu kosningum. Að vísu var engin mynd af Jóni og Valgerði svo Grýlu og Leppalúða vantaði.

Ég leit í gegnum snepilinn eins og jafnan með pólitísk blöð og setti hann ekki í ruslið strax en var alltaf að rekast á hann aftur og aftur. Þegar ég var að skrifa jólakortin í fyrrakvöld (já ég veit hvað er stutt til jóla) þá tókst mér enn að rekast á kvikindið þegar ég leitaði að einhverju til að hafa undir kortunum á meðan ég skrifaði. Ég fann þá til mikillar ánægju að snepillinn var ágætur til þessa brúks og loksins hafði maður eitthvað gagn af Framsóknarflokknum sem er meira en þjóðin getur sagt undanfarin 90 ár. En þegar ég fór með kortin á pósthúsið (já þau eru lögð af stað) þá fattaði ég allt í einu að það hefur líklega verið einhver framsóknarkeimur af jólakveðjunum í ár0 Vonandi þó ekki eins sterkur og af skötunni á Þorlák. 0

Ég hefði átt að grobba mig meira af jólasnjónum hérna sem er nú farinn og við hafa tekið blautar dimmar götur og hlýr sunnanvindur sem lífgar ekki jólaskapið við.

 Annars hef ég verið að blogga á slóðinni www.blog.central.is/kinablogg


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband